Logo Contact us

Ásgeir Trausti

Þann 6. október næstkomandi mun tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti koma fram í Stapa í Hljómahöll. Verður þetta í fyrsta skipti sem Ásgeir Trausti spilar fyrir framan áhorfendur í Hljómahöll en hann var á meðal þeirra listamanna sem komu fram á tónleikaröðinni Látum okkur streyma á meðan heimsfaraldrinum stóð.

„Mig langar að skora á mig og gera eitthvað sem ég hef aldrei gert áður. Ég verð einn míns liðs og ætla að spila lög úr katalóginum mínum og prófa nýjar nálganir á einhver þeirra. Einnig spila ég nokkur ný og óútgefin lög. Seinna í ár verð ég með fleiri sóló tónleika í Evrópu og þetta gefur mér tækifæri til að prófa mig áfram áður en ég fer út.“ -Ásgeir Trausti

Tónleikarnir fara fram þann 6. október kl. 20:00 í Stapa. Húsið opnar kl. 19:00.
Miðasala hefst á morgun, 20. september, kl. 12:00 á tix.is.

Ekki missa af þessum einstaka tónlistarviðburði í Hljómahöll!

Hvar og Hvenær?

Salur:

Stapi

Dagsetning:

Klukkan hvað?:

Miðaverð:

Kr. 5900