Logo Contact us

Baggalútur á trúnó - Aukatónleikar kl. 23!

Sala á tónleika hljómsveitarinnar Baggalúts sem fara fram 5 apríl n.k. hófst kl. 11 í gærmorgun og seldust miðarnir upp á aðeins átta mínútum. Vegna mikillar eftirspurnar hefur aukatónleikum verið bætt við samdægurs kl. 23. Húsið opnar kl. 22:30 á síðari tónleikana.

ATHUGIÐ!
Aukatónleikar fara í sölu á morgun, miðvikudaginn 20. mars, stundvíslega kl.11 en notast verður við biðraðakerfi sem opnar kl. 10:30, viðskiptavinum verður úthlutað stað í röðinni af handahófi þegar salan hefst kl.11. Athugið að miðakaupendur geta aðeins keypt að hámarki fjóra miða í einu.


Um tónleikana:
Baggalútur á trúnó - Í tilefni af 5 ára afmæli Hljómahallar

Það er Hljómahöll sannur heiður að segja frá því að hljómsveitin Baggalútur verður á trúnó í Hljómahöll þann 5. apríl en þann dag verða fimm ár liðin frá opnun Hljómahallar.

Baggalút þarf ekki að kynna fyrir neinum en óhætt er að lofa mikilli skemmtun með vönduðum hljóðfæraleik.

Tónleikaröðin Trúnó hefur slegið í gegn í Hljómahöll undanfarin misseri. Hugmyndin á bakvið tónleikaröðina er sú að halda risastóra tónleika þar sem engu er til sparað en halda þá á minnsta sal Hljómahallar sem tekur aðeins 100 gesti í sæti. Þá eru listamennirnir sem koma fram á tónleikaröðinni yfirleitt vanari að spila fyrir töluvert stærri hóp áhorfenda.

Ekki missa af þessu einstaka tækifæri að sjá Baggalút í návígi. 

Hvar og Hvenær?

Salur:

Berg

Dagsetning:

Klukkan hvað?:

-

Miðaverð:

Kr. 6500