Berg
Salurinn Berg er nefndur í höfuðið á Hólmsbergi í Keflavík sem í daglegu tali er nefnt „Bergið“.
Berg er kjörinn fyrir tónleika, fundi og ráðstefnur. Berg býr yfir fullkomnu og öflugu hljóðkerfi, skjávarpa og sýningartjaldi. Í salnum eru 127 sæti. Stólunum er raðað á bekki í sjö stighækkandi raðir. Stólarnir eru einstaklega þægilegir en þeir heita Magni og eru hannaðir af Valdimar Harðarsyni arkitekti.
Myndin hér að ofan er 360° mynd. Notið músarbendilinn til að skoða salinn í heild sinni. Einnig er hægt að þysja inn og út. Ef farið er með músarbendilinn yfir Hljómahallarmerkin á myndinni er hægt að smella á næsta sal.