Logo Contact us

Brúðkaup Fígarós

Óperufélagið Norðuróp Í samvinnu við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Hljómahöll í Reykjanesbæ, setur upp gamanóperuna „Brúðkaup Fígarós“ eftir Wolfgang Amadeus Mozart við texta Lorenzo da Ponte.

Þetta er ein af vinsælustu óperum Mozarts og er sýnd reglulega í öllum óperuhúsum heims.  Óperan er mikill farsi þar sem segir af greifa nokkrum, konu hans og þjónustufólki. Hún gerist á brúðkaupsdegi Figarós sem er þjónn greifans og Súsönnu þernu greifafrúarinnar. Greifinn er leiður á konu sinni og leitar að öðrum ævintýrum annars staðar,  þá aðallega hjá Súsönnu og þá hefst mikil og skemmtileg atburðarás.

Óperan verður flutt í Bergi í Hljómahöll með píanóundirleik í leikmynd og búningum með leikhúslýsingu. Fram koma margir af okkar bestu og efnilegustu söngvurum af Suðurnesjum, Akranesi og af stór Reykjavíkursvæðinu.

Hlutverkaskipan:

Figaró Davíð Ólafsson / Júlíus Karl Einarsson
Súsanna Guðbjörg Hilmarsdóttir / Jelena Raschke
Greifinn Magnús Guðmundsson / Júlíus Karl Einarsson
Greifafrúin  Bylgja Dís Gunnarsdóttir / Hanna Þóra Guðbrandsdóttir
Cherubino Guðbjörg Guðmundsdóttir / Sigrún Lína Ingólfsdóttir
Basilio Hjálmar Benónýsson / Marinó Már Magnússon
Bartolo Ingólfur Ólafsson / Jóhann Smári Sævarsson
Marcellina Dagný Jónsdóttir / Una María Bergman
Barbarina Lena Stesii / Sara Dögg Gylfadóttir / Ösp Birgirsdóttir
Don Curzio Hjálmar Benónýsson / Marinó Már Magnússon
Antonio Haraldur Arnbjörnsson / Haukur Björnsson
   Bjarkar Snær Arnarsson / Tyrfingur Þorsteinsson

Leikstjóri og tónlistarstjóri er Jóhann Smári Sævarsson
Undirleikari er Kristján Karl Bragason.

Sýningar verða fjórar: 29. og 30. maí, 3. og 4. júní.

Miðaverð: 3000kr
 

Hvar og Hvenær?

Salur:

Berg

Dagsetning:

Klukkan hvað?:

Miðaverð:

Kr. 3000