Logo Contact us

Ari Eldjárn: Áramótaskop

Í ár fer Ari Eldjárn á flakk með sýninguna Áramótaskop og verður hún sýnd í Hljómahöll 19. desember.

Ari er fyrir löngu orðinn einn allra vinsælasti uppistandari þjóðarinnar og hefur komið fram í sjónvarpsþáttum á borð við Mock the Week og Comedy Allstars Supershow auk þess að hafa í fjórgang tekið þátt í að skrifa Áramótaskaup Sjónvarpsins. Þá hafa sýningar hans “Pardon My Icelandic” og "Eagle Fire Iron" verið settar upp í Edinborg, London, Kaupmannahöfn og Melbourne.

Þetta er fjórða árið sem þessi áramótasýning er haldin en í fyrra seldust allar sýningar upp og mættu um 10.000 manns til að kveðja gamla árið með hlátrasköllum. Fyrir hlé verður árið 2019 í forgrunni og eftir hlé verður víða komið við og allt milli himins og jarðar rætt. Hver sýning er einstök og mun áherslan vera lögð á að kveðja árið með eftirminnilegum hætti.

Ekki missa af þessu einstaka Áramótaskopi!

Uppselt varð á sýningu kl. 19:30 á einum sólarhringi. Ákveðið hefur verið að setja aukasýningu kl. 22 sama kvöld. Miðasala hefst fimmtudaginn 3. október kl. 10:00 á tix.is. 

Hvar og Hvenær?

Salur:

Stapi

Dagsetning:

Klukkan hvað?:

Miðaverð:

Kr. 5900