Logo Contact us

Elíza á trúnó

Tónlistarkonan Elíza Newman kemur á heimaslóðir og heldur trúnó tónleika í Hljómahöll 8. febrúar!

Elíza mun flytja lög og segja frá fjölbreyttum ferli sínum með hljómsveit og góðum gestum.

Elíza Newman kom fyrst fram í sviðsljósið með hljómsveit sinni Kolrössu Krókríðandi er þær sigruðu Músiktilraunir með látum á sínum tíma. Hún hefur starfað við tónlist alla tíð síðan og er fjölhæfur listamaður bæði sem lagahöfundur og flytjandi. Elíza hefur farið víða í tónlistarsköpun sinni og samið allt frá pönki til óperu til Eurovision-laga með smá stoppi á Eyjafjallajökli og nú síðast Fagradalsfjalli! Hún starfaði erlendis lengi og hefur gefið út fimm plötur með Kolrössu/Bellatrix, eina með hljómsveitinni Skandinavia og fimm sóló plötur til þessa sem allar hafa hlotið lof gagnrýnenda bæði heima og erlendis.

Nýjasta  breiðskífa Elízu, Platan Wonder Days hefur fengið frábærar viðtökur og lof gagnrýnenda og hafa lög eins og Fagradalsfjall (you´re so pretty) og Icebergs hljómað mikið í útvarpi. Lagið Ósýnileg vakti einnig mikla athygli síðasta haust fyrir sterk skilaboð og brjálað myndband sem tilnefnt var til íslensku tónlistarverðlaunanna.

Með Elízu spila góðir vinir og hljómsveitafélagar, Kidda Rokk á bassa, Kalli Kolrass á trommur og Hjörtur Gunnlaugsson á gítar.

Komið og verið með, þetta verður geggjað!

Hvar og Hvenær?

Salur:

Berg

Dagsetning:

Klukkan hvað?:

Vefsíða:

http://www.hljomaholl.is/vidburdir

Miðaverð:

Kr. 5900