Events

February 2024

< >

  • Elíza á trúnó


    Berg

    Elíza mun flytja lög og segja frá fjölbreyttum ferli sínum með hljómsveit og góðum gestum. Elíza Newman kom fyrst fram í sviðsljósið með hljómsveit sinni Kolrössu Krókríðandi er þær sigruðu Músiktilraunir með látum á sínum tíma. Hún hefur starfað við tónlist alla tíð síðan og er fjölhæfur listamaður bæði sem lagahöfundur og flytjandi. Nýjasta breiðskífa Elízu, Platan Wonder Days hefur fengið frábærar viðtökur og lof gagnrýnenda og hafa lög eins og Fagradalsfjall (you´re so pretty) og Icebergs hljómað mikið í útvarpi. Lagið Ósýnileg vakti einnig mikla athygli síðasta haust fyrir sterk skilaboð og brjálað myndband sem tilnefnt var til íslensku tónlistarverðlaunanna. Með Elízu spila góðir vinir og hljómsveitafélagar, Kidda Rokk á bassa, Kalli Kolrass á trommur og Hjörtur Gunnlaugsson á gítar. Komið og verið með, þetta verður geggjað!

  • R.H.B. – Fríða Dís


    Berg

    Hljómsveitin Rolf Hausbentner Band og Fríða Dís leiða saman hesta sína á tónleikum í Hljómahöll þann 15. febrúar 2024.