Félagsbíó
Félagsbíó er afar flottur salur í þægilegri stærð með flottum sætum. Bíóið er notað á daginn í Rokksafni Íslands þar sem heimildamyndir um íslenska tónlist eru sýndar.
Hægt er leigja salinn á morgnana og kvöldin en hann hentar mjög vel undir litla fyrirlestra með glærusýningum. Í salnum er stórt breiðtjald, góður skjávarpi og fullkomið 7.1 hljóðkerfi.
Salurinn er nefndur í höfuðið á Félagsbíó, kvikmyndahúsi sem var lengi vel starfrækt í Keflavík. Í Félagsbíói voru lengi vel höfuðstöðvar Leikfélags Keflavíkur auk þess sem margir tónleikar fóru fram þar.
Myndin hér að ofan er 360° mynd. Notið músarbendilinn til að skoða salinn í heild sinni. Einnig er hægt að þysja inn og út. Ef farið er með músarbendilinn yfir Hljómahallarmerkin sem birtast sjást nöfnin á þeim sölum sem hægt er að skoða næst.