Logo Contact us

Hipsumhaps á trúnó

Hljómahöll hefur endurvakið tónleikaröðina Trúnó en tónleikaröðin hafði haldið sig til hlés frá því að heimsfaraldurinn skall á. Á trúnó-tónleikum í Hljómahöll fá gestir að upplifa mikla nánd við listamennina. Tónleikarnir fara fram í Bergi sem rúmar um 100 gesti og er þó engu til sparað þegar kemur að hljóðgæðum eða lýsingu á tónleikunum. Mætti jafnvel lýsa þeim sem stórtónleikum í litlum sal.

 

Fimmtudaginn 7. nóvember mun Hipsumhaps leggja leið sína í Reykjanesbæ og koma fram á tónleikaröðinni Trúnó í Hljómahöll. Við ætlum að hafa það notalegt saman og mun hversdagsskáldið Fannar Ingi Friðþjófsson leiða tónleikagesti í gegnum tóna og tal eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta verður í fyrsta sinn sem Hipsumhaps kemur fram í Reykjanesbæ og eftirvæntingin því mikil.

Hipsumhaps steig fyrst fram á sjónarsviðið árið 2019 með plötuna Best gleymdu leyndarmálin sem innihélt lög á borð við LSMLÍ (lífið sem mig langar í) og Fyrsta ástin. Síðan þá hefur sveitin gefið út tvær breiðskífur til viðbótar og komið fram á öllum helstu sjónarsviðum í íslensku tónlistarlífi.

Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að sjá og heyra Hipsumhaps á trúnó.

Hvar og Hvenær?

Salur:

Berg

Dagsetning:

Klukkan hvað?:

Miðaverð:

Kr. 7900