Logo Contact us

Hjálmar á trúnó - Aukatónleikar (UPPSELT)

UPPSELT 1. júní og 31. maí
 

Hljómsveitin Hjálmar verður á trúnó í Hljómahöll þann 1. júní á síðustu trúnó-tónleikum vetrarins.

Eins og landsmenn vita skipa Hjálmar stóran sess í íslenskri tónlistarsögu en sveitin hefur getið af sér fimm breiðskífur, eina safnplötu og eina bestulagaplötu og þótt Hjálmar hafi ekki haft hátt síðast liðin ár sendir sveitin reglulega frá sér nýtt efni, núna síðast lagið Aðeins eitt kyn. Í fyrra kom út ábreiða af gamla Flowers laginu Glugganum og lagið Græðgin sem hafa bæði notið mikilla vinsælda. Sveitin þykir ein besta tónleikasveit landsins og því óhætt að lofa skemmtilegu kvöldi í Bergi.

Hljómahöll setti af stað tónleikaröð síðast liðið haust sem ber heitið Trúnó. Tónleikarnir fara allir fara fram í tónleikasalnum Bergi sem er minnsti salur Hljómahallar með aðeins
100 sætum. Hljómsveitirnar og listamennirnir sem hafa komið fram í tónleikaröðinni eru yfirleitt vanari að spila fyrir töluvert stærri hóp áhorfenda.

„Hugmyndin hjá okkur er að gera stóra tónleika í litlum sal. Áherslan er öll á nándina og að gera þetta risastórt en bara fyrir þann litla fjölda sem nær að tryggja sér miða. Áhorfendur munu vera mjög nálægt listamanninum eða hljómsveitunum í Bergi. Þaðan kom hugmyndin að nafninu á tónleikaröðinni. Áhorfendur eru svo gott sem á trúnó með flytjandanum. Hvort listamennirnir fari svo á trúnó með áhorfendum er svo undir þeim komið. Venjulega spila þessir listamenn fyrir miklu stærri hópa áhorfenda þannig að þetta ættu að verða mjög skemmtilegir tónleikar. Fólk þarf bara að hafa hraðar hendur. Það verða bara 100 miðar til sölu á hverja tónleika.“ –segir í tilkynningu.

Hvar og Hvenær?

Salur:

Berg

Dagsetning:

Klukkan hvað?:

-

Miðaverð:

Kr. 5990