Logo Contact us

Jóipé x Króli á trúnó (UPPSELT)

JóiPé x Króli skutust upp á stjörnuhimininn seint á síðasta ári með sinni fyrstu plötu Gerviglingur og hafa notið mikillar velgengni síðan. Á aðeins nokkrum mánuðum hefur tónlist þeirra verið streymt yfir 15 milljón sinnum á Spotify sem er einsdæmi á Íslandi. Drengirnir gáfu út sína aðra plötu í apríl sl. sem ber heitið Afsakið Hlé þar sem kvað aðeins við öðruvísi tón en áður, og var hún persónulegri en það sem hafði komið frá þeim. Platan fékk ótrúlegar viðtökur og hafa þessir ungu listamenn slegið öll met í hlustun og virðist ekkert lát á vinsældum þeirra.  Nú í október gáfu þeir svo út plötu án þess að láta nokkurn vita en hún var samin og tekin upp á einum sólahring af þeim tveimur.  Platan nefnist 22:40 - 08:16 og bera nöfn lagana tímasetninguna þegar þau urðu til. Þeir eru því ekki hræddir við að fara óhefðbundnar leiðir og verður spennandi að fylgjast með þeim í framtíðinni. Strákarnir hafa verið iðnir við spilamennsku sl. ár og komið víða fram en sviðsframkoma þeirra er í senn einlæg og kraftmikil. 
Þann 21 nóvember munu þeir koma fram á tónleikaröðinni Trúnó í Hljómahöll þar sem þeir munu taka öll sín helstu lög ásamt því að spjalla um himinn og haf og allt þar á milli.

Miðasala hefst 1. nóv. kl. 12:00.

Hvar og Hvenær?

Salur:

Berg

Dagsetning:

Klukkan hvað?:

-

Miðaverð:

Kr. 3900