Karate
Bandaríska hljómsveitin Karate er væntanleg til landsins og kemur fram á tónleikum í Hljómahöll þann 11. desember næstkomandi.
Hljómsveitin Karate hafði ekki verið starfandi síðan árið 2005 þar til fyrir tveimur árum þegar sveitin kom saman og spilaði á nokkrum tónleikum í Bandaríkjunum og Evrópu og þar með talið í Hljómahöll í desember 2022.
Sveitin ætlar að halda aftur í tónleikaferðalag og mun sveitin snúa aftur í Hljómahöll í desember.
Sveitina þarf vart að kynna fyrir íslensku tónlistaráhugafólki en hljómsveitin spilar tónlist sem er best lýst sem blanda af indí- og post-rokki með þónokkrum jazz-áhrifum. Sveitina skipa þeir Geoff Farina, gítarleikari og söngvari sveitarinnar, Gavin McCarthy trommuleikari og Jeff Goddard bassaleikari. Hljómsveitin var stofnuð árið 1993 en hætti árið 2005 eftir að komið fram á yfir 700 tónleikum og gefið út sex breiðskífur; plöturnar Karate (1995), In Place of Real Insight (1997), The Bed is in the Ocean (1998), Unsolved (2000), Some Boots (2002) og Pockets (2004). Þá gaf sveitin út tónleikaplötu sem ber heitið 595 en heiti plötunnar er tilkomið af því platan innheldur 595. tónleika sveitarinnar.
Árið 2023 kom út ný safnplata sem bar titilinn Complete Studio Recordings sem innihélt allar sex breiðskífur sveitarinnar, Cancel/Sing og In The Fish Tank stuttskífurnar og aðrar lagaútgáfur. Öllum 69 lögunum var komið fyrir á átta geisladiskum.
Í janúar birti Numero Group, plötuútgáfufyrirtæki sveitarinnar, færslu á Twitter sem innihélt stutt myndband af sveitinni í fyrsta sinn í hljóðveri í rúm 20 ár. Mögulega munu ný lög heyrast á tónleikum sveitarinnar í Hljómahöll í desember.
Karate kemur fram í Stapa í Hljómahöll þann 11. desember.
Hvar og Hvenær?
Salur:
Stapi
Dagsetning:
Klukkan hvað?:
Miðaverð:
Kr. 6900