Logo Contact us

Mið-Ísland að eilífu!

Mið-Ísland-hópurinn leggur nú land undir fót og mun sækja Suðurnesjamenn heim föstudagskvöldið 7. apríl. Sýningin fer fram í Hljómahöll í Reykjanesbæ og hefst klukkan 20.00. 

Þeir Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð eru mættir aftur til leiks og með splunkunýtt og brakandi ferskt uppistand!

Sýningar hópsins í Þjóðleikhúsinu eru langsamlega vinsælustu uppistandssýningar Íslands frá upphafi en seinustu ár hafa yfir 50.000 áhorfendur mætt í Þjóðleikhúskjallarann og hlegið sig máttlausa, tvo klukkutíma í senn. Sýningarnar „Mið-Ísland í Kjallaranum“, „Áfram Mið-Ísland“, „Lengi Lifi Mið-Ísland“ og „Mið-Ísland 2016“ gengu allar fyrir fullu húsi og samanlagður sýningafjöldi hópsins í Þjóðleikhúsinu nálgast nú 300 sýningar.

Bergur Ebbi Benediktsson mun koma fram með hópnum fjórar helgar í vetur en hann er búsettur erlendis þennan veturinn og munu ýmsir innlendir og erlendir gestir hlaupa í skarð hans þegar hann er fjarri góðu gamni.

Sýningin er um tvær klukkustundir með hléi og stíga fjórir uppistandarar á svið auk kynnis. Gestir eru hvattir til að mæta tímanlega til að ná góðum sætum.

Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika!

Ummæli gesta frá fyrri sýningum Mið-Íslands:

„Ég kastaðist til af hlátri og skallaði vegg á sýningunni. Ég er massívur aðdáandi.“ – Ágústa Eva Erlendsdóttir, leikkona

„Loksins á Reykjavík alvöru uppistandssenu! Mið-Ísland er fyndnasta sýningin í borginni í mörg ár.“ – Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður

„Ógeðslega fyndið grín beint úr íslenskum samtíma. Þurfti að leggja mig inn á heilsuhælið í Hveragerði í kjölfarið.“ – Brynhildur Pálsdóttir, vöruhönnuður

„Ég hlæ ekki að hverju sem er, en ég hló mjög mikið á þessu uppistandi.“ – Heiða Kristin Helgadóttir, stjórnmálakona

„Það er dásamlegt að setja á sig góðan ilm og fara á sýningu þar sem allir eru meira og minna hlæjandi. Vagga íslenskrar uppistandsmenningar á skilið góðan ilm. Lifi Mið-Ísland!“ – Gunnar á Völlum, sjónvarpsmaður og skemmtikraftur.

„Sökk svo djúpt ofan í grínfenið á síðustu sýningu að Fjölnir Þorgeirsson er enn að reyna að draga mig upp.“ – Hrafn Jónsson, pistlahöfundur

„Loksins eitthvað fyndið eftir að Randver var rekinn!“ – Hjörvar Hafliðason, íþróttafréttamaður og dagskrárstjóri

„Stórkostlegt í alla staði. Maður finnur sálina léttast með hverri hláturroku og horfir á fýlúpúkana í kringum sig bráðna og brosa út í annað.“ – Guðrún Sóley Gestsdóttir, dagskrárgerðarkona á RÚV

„Loksins eitthvað fyndið eftir að Randver var rekinn!“ – Hjörvar Hafliðason, íþróttafréttamaður og dagskrárstjóri

„Stórkostlegt í alla staði. Maður finnur sálina léttast með hverri hláturroku og horfir á fýlúpúkana í kringum sig bráðna og brosa út í annað.“ – Guðrún Sóley Gestsdóttir, dagskrárgerðarkona á RÚV

Hvar og Hvenær?

Salur:

Stapi

Dagsetning:

Klukkan hvað?:

Miðaverð:

Kr. 3990