
Mugison
Hinn eini sanni Mugison er á leið í tónleikaferð um landið og ætlar hann heimsækja Reykjanesbæ og halda tónleika í Hljómahöll þann 15. október næstkomandi.
Í tilkynningu frá Mugison segir:
“É minn eini, það er engu öðru líkt einsog að spila í Reykjanesbæ! Ég hélt fyrstu tónleikana mína þar 2004 eða 2005 og ég get svarið það - ég bara man ekki eftir leiðinlegum tónleikum, þið eruð svo hress og kunnið manna best að skemmta ykkur. Hlakka til að koma.
Stuðkveðja. Mugison”
Húsið opnar kl. 20:00 og tónleikar hefjast kl. 21:00.
Miðasala er hafin og fer hún fram á mugison.com
Hvar og Hvenær?
Salur:
Stapi
Dagsetning:
Klukkan hvað?:
Miðaverð:
Kr. 3900