Pallaball á Ljósanótt
Páll Óskar kynnir:
Pallaball á Ljósanótt
Páll Óskar mætir á Ljósanótt og verður með Pallaball í Stapanum laugardagskvöldið 2. september.
Palli stjórnar stuðinu pásulaust frá 22:30 til 03:00! Það stefnir því allt í maraþon stuðkeyrslu í Stapanum þar sem Palli þeytir skífum, spilar öll bestu partílög mannkynssögunnar og fær dragdrottningar í heimsókn til að trylla liðið. Þegar leikar standa sem hæst syngur Palli sjálfur sín eigin lög af sínum langa ferli, en fyrsta sólóplatan hans, "Stuð" kom út í nóvember 1993. Poppstjarnan fagnar því 30 ára starfsafmæli um þessar mundir og hefur aldrei verið betri, orkumeiri og síðast en ekki síst - gordjöss.
Miðaverð er 5500 kr.
Aldurstakmark 20 ára (sýna þarf löggild skilríki)
Hvar og Hvenær?
Salur:
Stapinn
Dagsetning:
Klukkan hvað?:
Miðaverð:
Kr. 5500