Logo Contact us

Ráðstefnu- og fundarhald

Í Hljómahöll er fullkomin aðstaða til ráðstefnuhalds. Í húsinu er fullkomið mynd- og hljóðkerfi en hægt er að senda bæði hljóð og mynd yfir í alla sali hússins hvaðan sem er. Þá er allur nauðsynlegur búnaður fyrir ráðstefnu- og fundarhald til staðar svo sem skjávarpar, tjöld, tölvur, hljóðnemar (þráðlausir eða víraðir), þráðlausir bendlar o.fl. Salir sem henta undir ráðstefnu- og fundarhald eru Berg, Stapi og Merkines. Þá nýtast skólastofur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar einnig ef um stórt ráðstefnuhald er að ræða. Í Hljómahöll er veisluþjónusta sem leggur mikið upp úr faglegri og persónulegri þjónustu.

Ummæli ánægðra viðskiptavina:

Ég hef talað og unnið með tæknifólki um allan heim í mörg ár og ég hef aldrei fengið jafn fumlausa og flotta þjónustu og hjá tæknimönnum Hljómahallar.
-Magnús Scheving, Latibær


Við komum saman 85 manna hópur í Hljómahöll þar sem við áttum vinnudag. Viljum við öll þakka fyrir frábæran og eftirminnilegan dag. Hljómahöll er notalegur og flottur staður og vel til þess fallinn að taka á móti stórum hópum og staðurinn kom skemmtilega á óvart og er vægt til orða tekið. Yndislegt var að koma í morgunmatinn og borða hádegismat eftir fyrirlestur og fá svo veislumat um kvöldið eftir göngu um bæinn. Maturinn fyrsta flokks í notalegu umhverfi. Hlakka til að koma aftur.
-Ósk Laufdal, Actavis
 

Ég vil þakka kærlega fyrir frábæra aðstöðu og einstaklega góða og lipra þjónustu, bæði á sviði tæknimála og veitinga, á STS þinginu. Gott og ljúft viðmót annars starfsfólks Hljómahallar spillti svo ekki fyrir. Ég veit að þinggestir fóru héðan yfir sig ánægðir með allan aðbúnað, sem var algerlega „professional“, og sömuleiðis með allt það sem gladdi augað í þessu fallega húsi.
-Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar