Logo Contact us

Rokkveislan mikla - Með blik í auga

Stórsýningin Rokkveislan mikla skartar stórsöngvörunum Degi Sig, Matta Matt, Stefaníu Svavars og Stebba Jak.


Frumsýnt 25. september kl 20. Tvær sýningar fylgja svo í kjölfarið laugardaginn 26.september kl 16 og 20. Farið verður í gegnum rokksöguna, í engri sérstakri röð og hellingur fluttur af skemmtilegri rokktónlist og hellingur líka skilinn eftir! Það finna allir eitthvað við sitt hæfi og engin þörf á að vera dressaður í leður og gaddaskó til að eiga góða stund í Hljómahöll!

Frumsýning: Föstudaginn 25. september kl. 20.

Önnur sýning: Laugardaginn 26. september kl. 16.

Þriðja sýning: Laugardaginn 26. september kl. 20.

Til stóð að frumsýna Rokkveisluna miklu á Ljósanótt í Reykjanesbæ 2.-6.september.

Við biðjum alla þá sem búnir voru að kaupa miða á áður auglýstar dagsetningar velvirðingar á þeim óþægingum sem þessar breytingar kunna að valda.

 

Þeir sem hafa keypt miða og geta ekki nýtt sér nýja sýningartíma geta að sjálfsögðu fengið endurgreitt. Eru þeir beðnir að hafa samband við Tix.is vegna þess.

Hvar og Hvenær?

Salur:

Stapi

Dagsetning:

Klukkan hvað?:

Miðaverð:

Kr. 6900