Logo Contact us

Sólmundur Friðriksson - útgáfutónleikar

Sólmundur Friðriksson fagnar útgáfu sinnar fyrstu sólóplötu með útgáfutónleikum á fimmtugsafmæli sínu 29. september nk.

Sólmundur er tónlistarmaður sem hefur verið búsettur í Keflavík um árabil. Hann er hefur gegnum árin leikið sem bassaleikari í hljómsveitum og einnig komið fram sem söngvari. Allt efni plötunnar, bæði lög og textar, er eftir Sólmund og fóru upptökur fram nú í sumar.

Á tónleikunum mun Sólmundur flytja efni plötunnar með hjálp góðra vina og spilafélaga. Þar er valinn maður í hverju rúmi og má þar nefna Arnór Vilbergsson, Davíð Sigurgeirsson og Þorvald Halldórsson. Einnig stíga á svið söngkonurnar Agnes og Hildur Sólmundsdætur og Birta Rós Sigurjónsdóttir.

Húsið opnar kl. 19:00. Tónleikar hefjast kl. 20:00.

Hvar og Hvenær?

Salur:

Berg

Dagsetning:

Klukkan hvað?:

-

Miðaverð:

Kr. 2900