Stapi
Hið sögufræga félagsheimili Stapi er stærsti salurinn í Hljómahöll og býður upp á fjölbreytta möguleika til viðburðahalds. Salurinn getur tekið allt að 800 gesti á tónleikum, þar af 700 standandi á gólfi og 100 í sætum á svölum. Þegar haldnir eru dansleikir eykst gestafjöldinn upp í 897 manns, með því að framlengja salinn og opna inn í Merkines-salinn. Stapi býður einnig upp á 445 sæti í leikhúsuppröðun, þar af eru rúmlega 100 sæti staðsett á svölum. Ef salurinn er notaður fyrir borðhald, þá getur hann tekið allt að 450 manns, og er þá einnig framlengdur yfir í Merkines-salinn til að auka plássið. Stapi er því tilvalinn fyrir stórar samkomur, hvort sem það eru fundir, ráðstefnur, tónleikar, árshátíðir eða veislur, þar sem boðið er upp á sveigjanlega möguleika og góðan aðbúnað fyrir gesti.
Myndin hér að ofan er 360° mynd. Notið músarbendilinn til að skoða salinn í heild sinni. Einnig er hægt að þysja inn og út. Ef farið er með músarbendilinn yfir Hljómahallarmerkin á myndinni er hægt að smella á næsta sal.