Stapi
Hið sögufræga félagsheimili Stapi er stærsti salur Hljómahallar og getur tekið allt að 800 gesti á tónleikum (700 standandi á gólfi og 100 í sætum á svölum) og allt að 897 gesti á dansleikjum (ef salur er framlengdur yfir í Merkines-salinn). Stapi tekur allt að 457 gesti í sæti (leikhúsuppröðun) og þar af eru rúmlega 100 sæti á svölum. Þá getur salurinn tekið allt að 450 manns í borðhald og þá er salurinn framlengdur með því að opna yfir í Merkines-salinn.
Myndin hér að ofan er 360° mynd. Notið músarbendilinn til að skoða salinn í heild sinni. Einnig er hægt að þysja inn og út. Ef farið er með músarbendilinn yfir Hljómahallarmerkin á myndinni er hægt að smella á næsta sal.