Logo Contact us

Tónleikahald

Hljómahöll hentar einstaklega vel undir tónleikahald af öllum stærðum og gerðum. Hljómahöll býr yfir nýjum og fullkomnum hljóðkerfum auk þess sem búið er að búa um tónleikasali Hljómahallar þannig að hljómburður standist ströngustu kröfur tónlistarmanna. Auk þess býr húsið einnig yfir hljóðfærum og búnaði svo sem flyglum, gítarmagnara, bassamagnara, trommusetti, hljóðnemum o.fl. sem nýtast við tónleikahald.

Stapi, hið sögufræga félagsheimili, getur tekið allt að 750 gesti á standandi tónleikum og 400 gesti í sæti. Berg getur tekið allt að 100 gesti í sæti.

Óteljandi viðburðir hafa verið haldnir í Stapa frá því að hann var reistur en á meðal þeirra sem hafa komið fram í Hljómahöll frá opnun hússins 5. apríl 2014 eru Hljómar, Páll Óskar, Magnús Kjartansson, Magnús og Jóhann, Ólafur Arnalds, Mammút, Snorri Helgason, Ylja, Kaleo, KK, Ragnheiður Gröndal, Júníus Meyvant, Pétur Ben, Hugleikur Dagsson, Mið-Ísland, Sálin, Skítamórall, Jón Jónsson, Hallur Ingólfsson, Lindy, Fuck Buttons, Hebronix, Eaux, Karlakór Keflavíkur, Sönghópur Suðurnesja, Nýdönsk, Laddi, Skálmöld, Trúbrot, Eyþór Ingi, Hjálmar, Moses Hightower, Maus, Baggalútur, Jóhanna Guðrún, GusGus, Matthew Santos, JóiPé X Króli, Prins Póló, SSSól, Amabadama, Úlfur Úlfur, Emmsjé Gauti, Louis Cole og margir fleiri.

Hægt er að skoða 360° myndir af sölum Hljómahallar hér.

Tækniupplýsingar má nálgast með því að smella hér.

Hafið samband á info@hljomaholl.is til að panta sal fyrir tónleikahald.