Tónleikahald
Hljómahöll hentar einstaklega vel undir tónleikahald af öllum stærðum og gerðum. Hljómahöll býr yfir hljóðkerfum sem standast ströngustu kröfur tónlistarmanna.
Stapi getur tekið allt að 800 gesti á tónleikum (700 standandi á gólfi og 100 sæti á svölum) eða 457 gesti í sæti. Berg getur tekið allt að 127 gesti í sæti.
Óteljandi viðburðir hafa verið haldnir í Stapa frá því að hann var reistur en á meðal þeirra sem hafa komið fram í Hljómahöll frá opnun hússins 5. apríl 2014 eru Hljómar, Páll Óskar, Magnús Kjartansson, Magnús og Jóhann, Ólafur Arnalds, Björgvin Halldórsson, Mammút, Elíza Newman, Snorri Helgason, Ylja, Kaleo, KK, Ragnheiður Gröndal, Júníus Meyvant, Pétur Ben, Hugleikur Dagsson, Mið-Ísland, Sálin, Skítamórall, Jón Jónsson, Hallur Ingólfsson, Fuck Buttons, Hebronix, Eaux, Karlakór Keflavíkur, Sönghópur Suðurnesja, Nýdönsk, Laddi, Gunnar Þórðarson, Skálmöld, Trúbrot, Eyþór Ingi, Hjálmar, Moses Hightower, Maus, Baggalútur, Jóhanna Guðrún, GusGus, Matthew Santos, Valdimar, Dúndurfréttir, Fríða Dís, Pétur Ben, Már Gunnarsson, Bjartmar & Bergrisarnir, JóiPé X Króli, Bubbi Morthens, Kælan mikla, Arnar Dór, Herra Hnetusmjör, Jana María, Prins Póló, SSSól, Amabadama, Úlfur Úlfur, Emmsjé Gauti, Louis Cole, Midnight Librarian, Hatari, Deep Jimi & the Zep Creams, Vox Felix, Ásgeir Trausti, Auður, Marína Ósk, Ari Eldjárn, Cate Le Bon, Vök, Tindersticks, Unnsteinn Manuel, GDRN, Klara Elías, Nostalgía, Demo, Rolf Hausbentner Band, Bríet, Jónas Sig, Aron Can, Thurston Moore Group, Aldous Harding, Karate og margir fleiri.
Hægt er að skoða 360° myndir af sölum Hljómahallar hér.
Tækniupplýsingar má nálgast með því að smella hér.
Hafið samband á info@hljomaholl.is til að panta sal fyrir tónleikahald.