Viðburðir

Mars 2023

< >

 • Magnús og Jóhann - Aftur heim


  Stapi

  Magnús og Jóhann snúa aftur heim með stórtónleika í Stapa!

 • Gálan á Rokksafni Íslands á safnahelgi Suðurnesja


  Rokksafn Íslands

  Laugardaginn 18. mars kl. 15 kemur Gálan fram á Rokksafni Íslands í tilefni Safnahelgar á Suðurnesjum. Tónlistarmaðurinn Júlíus Freyr hefur komið víða við í tónlistinni í gegnum árin. Hann er trommuleikari í hljómsveitinni Deep Jimi and the Zep Creams og spilar á bassa í Bergrisunum með Bjartmari Guðlaugssyni. Gálan er listamannsnafn sem Júlíus Freyr hefur notað í gegnum tíðina og gefið út þrjár sólóplötur undir því nafni þar sem hann semur öll lög og texta auk þess að spila sjálfur á öll hljóðfærin. Þá vann Júlíus Freyr nokkrar hljómplötur með föður sínum Rúnari Júlíussyni. Júlíus er handhafi Menningarverðlauna Reykjanesbæjar, Súlunnar sem hann fékk fyrir störf sín í þágu tónlistar og menningar. Júlíus mun leika nokkur lög af sólóferli sínum en honum til aðstoðar verða meðlimir Fauta frá Reykjavík, þeir Guðni Finnsson bassaleikari og Benedikt Brynleifsson trommuleikari. Ókeypis aðgangur er á tónleikana en í tilefni af Safnahelgar á Suðurnesjum er frítt inn á öll söfn á Suðurnesjum dagana 16.-18. mars.

 • Dóri DNA: Engar takmarkanir


  Stapi

  Dóri DNA mætir í Hljómahöll með glænýja uppistandssýningu sem hefur slegið rækilega í gegn. Komið og gleðjist með, eða takið þátt í krossabrennunni.