Viðburðir
-
Bjartmar og Bergrisarnir á trúnó
Berg
• •Bjartmar Guðlaugsson og Bergrisarnir verða á trúnó á tónleikum í Bergi í Hljómahöll þann 10. október. Bjartmar þarf vart að kynna fyrir nokkrum tónlistarunnanda en lög hans og texta þekkja allir! Bjartmar hefur gefið út 16 sólóplötur á ferli sínum og er því af nægu að taka. Hver veit nema að lög á borð fyrir Týnda kynslóðin, Ég er ekki alki, Súrmjólk í hádeginu, Fimmtán ára á föstu, Járnkarlinn, Sumarliði er fullur, Þannig týnist tíminn, Negril eða hans nýjasta lag Af því bara fái að hljóma á tónleikunum þann 10. október?
-
Kósýkvöld með kósýbandinu
Berg
• •Kósýbandið býður í skemmtilega stemningu í Berginu.
-
Moses Hightower á trúnó
Berg
• •Hljómahöll hefur endurvakið tónleikaröðina Trúnó en tónleikaröðin hafði haldið sig til hlés frá því að heimsfaraldurinn skall á. Á trúnó-tónleikum í Hljómahöll fá gestir að upplifa mikla nánd við listamennina. Tónleikarnir fara fram í Bergi sem rúmar um 100 gesti og er þó engu til sparað þegar kemur að hljóðgæðum eða lýsingu á tónleikunum. Mætti jafnvel lýsa þeim sem stórtónleikum í litlum sal.