Logo Contact us

Pálmi Gunnars á Trúnó

Fimmtudagskvöldið 13. nóvember ætlar Pálmi Gunnars halda tónleika í Bergi í Hljómahöll og flytja öll sín bestu og þekktustu lög.
Ekki þarf að fjölyrða um tónlistarferil Pálma enda fáir íslenskir tónlistarmenn sem eiga jafnlangan og farsælan feril og hann.
Hver man ekki eftir lögum eins og Þitt fyrsta bros, Vegurinn heim og Hvers vegna varstu ekki kyrr? Og allir muna eftir Gleðibankanum, fyrsta framlagi Íslendinga í Eurovision, sem Pálmi flutti ásamt Helgu Möller og Eiríki Haukssyni.

Ásamt því að starfa með Mannakornum, Brunaliðinu, Friðryk, Blúskompaníinu og Póker, svo einhverjar hljómsveitir séu nefndar, hefur Pálmi átt glæsilegan sólóferil og unnið hug og hjörtu þjóðarinnar með söngperlum sem hvert mannsbarn þekkir.

Pálmi gerir ekki mikið af því að koma einn fram en stígur nú á stokk og fer yfir glæsilega ferilinn sinn. Óhætt er að segja að hér sé um einstakt tækifæri til að hlýða á Pálma flytja öll sín þekktustu lög í mikilli nánd.
Ásamt Pálma á sviðinu verður undrabarnið Þórir Úlfars.

Á trúnó-tónleikum í Hljómahöll fá gestir að upplifa mikla nánd við listamennina. Tónleikarnir fara fram í Bergi sem rúmar um 100 gesti og er þó engu til sparað þegar kemur að hljóðgæðum eða lýsingu á tónleikunum. Mætti jafnvel lýsa þeim sem stórtónleikum í litlum sal.
Forsala miða hefst föstudaginn 3. október. Þeir sem eru á póstlista Hljómahallar komast fram fyrir röð og geta keypt miða frá og með 2. okt.

Kaupa miða

Hvar og Hvenær?

Salur:

Berg

Dagsetning:

Klukkan hvað?:

Facebook:

https://www.facebook.com/events/1141125744783425/?onload_action=open_invite_flow

Vefsíða:

https://www.facebook.com/events/1141125744783425/?onload_action=open_invite_flow

Miðaverð:

Kr. 8990