
Pétur Jóhann í Reykjanesbæ
Þann 5. september mun Pétur Jóhann Sigfússon mæta með uppistand í Stapa á Ljósanæturhátíðinni. Í tilkynningu frá Pétri segir:
„Kæru vinir! Ég ætla að mæta með grín í massavís í Reykjanesbæ 5. sept. Ég býð ykkur velkomin á uppistand þar sem „rugl“ verður lögmál og „skipulag“ verður bara óþarft orð. Ef þú átt erfitt með að hlæja þá er þetta eitthvað fyrir þig – ef þú átt auðvelt með það, þá skaltu koma með varamaga! Þetta kvöld verður meira ruglingslegt heldur en að útskýra útreikninga á skattframtali fyrir langafa þinn.”
ATH - 16 ára aldurstakmark. Engar undantekningar.
Hvar og Hvenær?
Salur:
Stapi
Dagsetning:
Klukkan hvað?:
Miðaverð:
Kr. 6990