
R.H.B. - Grétar Matt - Duld
Hljómsveitin Rolf Hausbentner Band (R.H.B) gaf út sína fyrstu breiðskífu, Out of Reach, þann fyrsta ágúst þessa árs.
Til þess að fagna þeim áfanga er blásið til tónleika í Bergi í Hljómahöll fimmtudagskvöldið 9. október. Listamennirnir Grétar Matt og Duld munu jafnframt koma fram ásamt hljómsveitum. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og er miðaverð kr. 3.000. Hljómsveitin Rolf Hausbentner Band (R.H.B.) var stofnuð fyrir um 5 árum síðan og spilar kraftmikið gítarrokk. Hljómsveitina skipa þeir Pálmar Guðmundsson, Smári Guðmundsson, Ólafur Ingólfsson, Ólafur Þór Ólafsson og Hlynur Þór Valsson. Þau Grétar Matt, Ástþór Sindri Baldursson og Birta Rós Sigurjónsdóttir munu jafnframt koma fram með hljómsveitinni. www.rolfhausbentnerband.is
Grétar Matt, eða Greddi Rokk eins og margir kalla hann, gaf nýlega út sína fyrstu breiðskífu. Platan heitir Unbreakable og er að finna á öllum helstu streymisveitum sem og á vínyl. Hljómsveitina skipa þeir Grétar Matt, Hálfdán Árnason, Jóhann Friðrik og Birgir Nielsen.
Duld er listamannsnafn tónlistarkonunnar Birtu Rósar Sigurjónsdóttur sem hefur marga fjöruna sopið í tónlistarheiminum, allt frá rokki yfir í jazz. Með henni spilar hljómsveitin korter í Prog. Þá hljómsveit skipa ásamt henni þeir Sveinbjörn Ólafsson á gítar og Valur Ingólfsson á trommur
Hvar og Hvenær?
Salur:
Berg
Dagsetning:
Klukkan hvað?:
Miðaverð:
Kr. 3000